Um okkur

Íris Alma Vilbergsdóttir, eigandi ÍA Fjármála, sameinar nákvæmni í fjármálum við innsæi í mannleg samskipti. Hún er með B.A. í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í almannatengslum og markaðssetningu innan ferðaþjónustu frá University of Stirling í Skotlandi. Ásamt fjölbreyttri starfsreynslu hefur hún styrkt sig enn frekar með fjölda sérhæfðra námskeiða – meðal annars í bókhaldi, skattskilum, launavinnslu og rekstrarstjórnun.

Hún hefur lokið m.a. námskeiðunum Bókhaldi frá Promennt, Lestur ársreikninga og Skattskil hjá Símenntun Háskólans á Akureyri, Launaskólanum frá Starfsmennt og Business Management Essentials og Hotel Revenue Management frá eCornell. Þessi menntun bætist við yfir áratug af reynslu í bókhaldi, fjármálastjórnun, ferðamálum og stjórnun.

Íris hefur starfað hjá bæði opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, m.a. Reykjavíkurborg, Nordic Luxury, Booking.com og Mercure hóteli. Hún hefur séð um bókhald, áætlanagerð, uppgjör, fjármálayfirsýn og verkefnastjórnun.

Það sem einkennir Írisi er skýr yfirsýn, skipulag, og áhersla á góða þjónustu. Hún leggur metnað í að einfalda flókin ferli, hlusta á þarfir viðskiptavina og búa til lausnir sem virka í raunveruleikanum.