Fjármál fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Þjónustan okkar
Bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Við tökum bókhaldið að okkur svo þú getur einbeitt þér að rekstrinum.
Þjónustan nær yfir allt frá daglegu bókhaldi og VSK-uppgjöri til launavinnslu, ársuppgjöra og skattskila.
Við bjóðum einnig ráðgjöf í fjármálum, aðstoð við áætlanir og lausafjárstýringu.
Með okkur færð þú traustan bakhjarl sem sér um samskipti við skattyfirvöld og aðstoðar við innheimtu og kröfustjórnun.
Markmiðið er einfalt: að létta þér lífið og styðja við sterkan og heilbrigðan rekstur.
Heimilisbókhaldið
Við hjálpum einstaklingum og fjölskyldum að ná betri yfirsýn yfir fjármálin.
Saman förum við yfir tekjur og útgjöld og setjum upp einfalt heimilisbókhald sem hentar þér.
Við veitum hagnýtar ráðleggingar um sparnað og sýnum hvernig litlar breytingar geta skilað miklu.
Markmiðið er að skapa öryggi og svigrúm til að taka góðar ákvarðanir um framtíðina.
Fjármál þurfa ekki að vera flóki, þau eiga að styðja við lífið og draumana þína.