Fjármál fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Við tökum bókhaldið að okkur svo þú getir einbeitt þér að rekstrinum
Þjónustan okkar
Við tökum bókhaldið að okkur svo þú getir einbeitt þér að rekstrinum. Rekstur krefst athygli og tíma og bókhaldið á ekki að vera það sem heldur þér vakandi á kvöldin. Hjá okkur færðu ekki bara tölur á blað, heldur alvöru samstarf og stuðning allan hringinn.
Við bjóðum þér:
Aðgang að stafrænu bókhaldskerfi með allri aðstoð sem þú þarft
Afstemmingu bankareikninga og bókhalds
Bankauppgjör og kostnaðarskráningu
Uppsetningu eða flutning á bókhaldi í Payday eða DK
Launavinnslu – vandlega og á réttum tíma
Mánaðarleg rekstraryfirlit og skýrslur sem þú skilur
Fundi þar sem við förum yfir stöðuna saman
Reglulega skráningu tekna og gjalda
VSK-uppgjör, skattaskil og áætlanir sem hjálpa þér að vaxa
Ráðgjöf um rekstur og skattamál sem skiptir máli
Fjármálaáætlun sem virkar
Við viljum vera traustur bakhjarl í þínum rekstri – með lausnir sem virka og þjónustu sem skiptir máli. Hafðu samband og við finnum út hvernig við getum hjálpað þér best.
Fjármál í ferðaþjónustu
Við bjóðum áreiðanlega og sérsniðna þjónustu í bókhaldi og fjármálum, sérstaklega hannaða fyrir ferðaþjónustu.
Með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og fjármálastjórnun skiljum við sérþarfir greinarinnar og bjóðum þjónustu á borð við:
Bókhald
Launavinnslu
Virðisaukaskattsuppgjör
Ársreikninga
Fjárhagsáætlanir og skýrslugerð
Við aðstoðum þig við að móta vel uppbyggða fjárhagsáætlun sem veitir betra yfirlit og stöðugri rekstur.
Með stafrænu bókhaldi og reglulegum samskiptum, sjáum við um fjármálin á meðan þú einbeitir þér að því að byggja upp reksturinn.